Pétur er í þessum töluðu orðum á leiðinni upp í Bolaöldu að herfa brautirnar og í tilefni þess að þær eru komnar í fínt stand ætlum við að opna þær. Athugið þó að slóðavinna hefur ekki farið fram og svæðin þar eru enn blaut. Þannig að slóðarnir eru EKKI opnir.
Ingvi Björn verður á svæðinu í dag með posann og getur selt fólki dagspassa og árskort. Þeir sem þegar hafa greitt árskort geta fengið þau afgreidd á staðnum hjá honum. Dagpassinn kostar 2.000 kr. og árskortið 15.000 kr.
Við hvetjum fólk til þess að taka hring í nýju brautinni. Hún er stökkpallalaus, þar sem hún verður byggð smám saman upp, en það er hægt að renna hring og sjá hvernig flæðið er í henni.
Hjóli spóli Óli með góli…