Sumaræfingar hefjast núna á sunnudag kl 16 í Bolaöldu. Fyrstu tvær æfingar sumarsins verða haldnar á sunnudögum, þ.e. sunnudaginn 8. maí og 15. maí. Eftir það munu æfingar vera á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18 og 19. Fyrsta æfingin með því sniði verður því þriðjudaginn 17. maí.
Æfingar verða með svipuðu sniði og verið hefur, klukkutíma æfing fyrir hvorn hóp og keppni í lok hvers mánaðar. Frí verður í 4 vikur í sumar líkt og sl. sumur, en verður nú 11. júlí – 8. ágúst. Fyrsta æfing eftir sumarfrí verður því þriðjudaginn 9. ágúst.
Sumarnámskeiðin verða út september og er hægt að greiða fyrir allt sumarið 25.000 kr eða kaupa 5 og 10 skipta klippikort.
Sjáumst hress á sunnudag kl 16 🙂
Kv.
Gulli og Helgi Már