Það er búið að skerpa aðeins á motocross-dagskránni og verður síðasta umferð Íslandsmótsins keyrð í samræmi við hana. Það sem breytist helst er að föst skoðun er komin inn í dagskránna sem og verðlaunaafhending í hádeginu.
Keppendur sem keppa FYRIR hádegi skulu vera mættir og tilbúnir kl. 9:00 í skoðun. Þá munum við hafa léttan keppendafund og skoða hjól, hjálma og slíkt. Verðlaunaafhending vegna flokka sem keyrðir eru fyrir hádegi verður um 13 leytið.
Keppendur sem keppa EFTIR hádegi skulu vera mættir og tilbúnir kl. 12:00 í skoðun. Þá munum við hafa léttan keppendafund og skoða hjól, hjálma og slíkt. Verðlaunaafhending vegna flokka sem keyrðir eru fyrir hádegi verður um 17 leytið.
Þið getið smellt HÉR fyrir dagskránna. En hana er að finna á heimasíðu MSÍ undir Reglur og Motocross dagskrá.
Ég mæli með því að keppendur séu með dagskránna hjá sér á keppnisdag svo að tímaáætlun standist og að allir verði mættir á réttum tíma við starthlið.
Góða skemmtun. 🙂