Þriðjudaginn 21. maí verður skoðun hjóla/hjálma og afhending rásnúmera fyrir keppendur.
Skoðunin verður í húsnæði Nitró Urðarhvarfi 4, Kópavogi.
Skoðunin hefst kl 18:00 og lýkur kl 20:00 og hvetjum við alla sem mögulega hafa tök á að koma og klára skoðun og skráningu þá. Það léttir mjög á okkur þar sem verkefnin á Klaustri er mörg og mannskapur af skornum skammti.
Skoðun út á landi:
Selfoss: Skoðun hefst kl 19:00 á svæðinu hjá þeim
VÍR: Skoðun hefst í Sólbrekku kl 19:00
Akureyri: Skoðun hefst á svæði KKA kl 20:00
Egilstaðir: Skoðun hefst hjá Start í Miðási 11 hjá Rafey kl 18:00
Hjól þurfa að uppfylla eftirfarandi fyrir skoðun:
Vera algjörlega skaðlaus gagnvart öðrum keppendum:
Grip/ höldur skulu vera heilar á endum.
Kúpplings og bremsu handföng óbrotin eða teipuð á enda ( Kúla )
Öll plöst heil og engir aukahlutir á hjóli sem geta skaðað aðra keppendur.
Hjólalegur í lagi.
Bremsur skulu virka fullkomlega að framan sem og að aftan.
Hjálmar meiga ekki vera með rispur sem ná inn fyrir lakkið.
Keppendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Ökuskírteini og eða ÞÁTTÖKUYFIRLÝSING HÉR: (þeir keppendur sem voru skráðir í keppnina af öðrum þurfa að fylla út þáttökuyfirlýsingu).
Tryggingastaðfestingu með tryggingaviðauka og skráningar pappíra / skráningarnúmer fyrir ökutækinu.
Kvittun fyrir greiðslu félagsgjalda í MX eða Endúróklúbb innan MSÍ.
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest á óbreittu verði til 20 Maí. Eftir það verður hægt að skrá sig gegn hærra gjaldi.