Keppnishaldi MSÍ frestað!
Að gefnu tilefni þá hefur öllu íþróttastarfi, þar með talið akstursíþróttum, verið aflýst um óákveðinn tíma. Þetta er ráðstöfun sem tekin er af ÍSÍ og aðildarsamböndum (MSÍ ofl.) að höfðu samráði við Almannavarnir og Landlækni.
Stjórn MSÍ fylgist vel með öllum fréttum sem berast og mun upplýsa um þær á netmiðlum. Gera má ráð fyrir að þetta ástand muni vara að lágmarki næstu 4-6 vikurnar. Stjórn MSÍ mun birta uppfærðar fréttir af gangi mála 20. apríl. Keppnishaldi hefur þegar verið frestað í Sno-Cross keppnum og líklegast er að einhverjum fyrirhuguðum keppnum í maí verði frestað fram á sumar. Stjórn MSÍ mun leita allra ráða til þess að allar keppnir á keppnisdagatali fari fram þó svo að finna verði nýjar dagsetningar.
Hert samkomubann gildir frá miðnætti mánudagsins 23. mars 2020. Allar samkomur verða takmarkaðar við 20 manns hvort heldur er í opinberum rýmum eða einkarýmum og jafnframt er krafa um að tveggja metra fjarlægðarviðmiðinu sé framfylgt. Hreinlæti og sóttvörnum skal fylgt eftir sem áður. Þetta setur skorður á allt keppnishald MSÍ.
Tekið af síðu MSÍ hér.