Klaustur 2021

 

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og eftir samtal við ábúendur á Ásgarði á Kirkjubæjarklaustri, hefur VÍK í samráði við ábúendur, ákveðið að halda ekki Klaustur í ár.

Það er algerlega ómögulegt að vita hvernig aðstæður verða í Maí og ekki endilega forsendur til þess að halda keppni fyrir alla sem koma að henni. Þá er einnig átt við sveitafélagið og björgunarstarfsmenn og fleira og fleira.

Við hjá VÍK látum þetta ekki draga okkur niður, heldur setjum við kraft í annað keppnishald hjá okkur, þar sem allt sem við gerðum 2020 heppnaðist svona svakalega vel! Það verður nóg að gerast hjá okkur í ár og erum við endalaust að ræða nýja og spennandi hluti sem hægt er að gera í kringum sportið.

Stefnan er að halda Víkinga Bolaöldu og svo verður brjálað stuð í kringum ENDURO FYRIR ALLA!!!

Vonandi verða forsendur fyrir keppnishaldi á Kirkjubæjarklaustri 2022.

Með bestu kveðju: Stjórn VÍK

Skildu eftir svar