Tæplega 100 keppendur eru skráðir í 4. umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram á Akureyri á morgun laugardag. Akureyringar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og verða vitni að dýrðinni. Brautin er í toppformi og auðvitað mæta allir bestu ökumenn landsins til keppni og sýna sín bestu tilþrif – landsliðssæti eru í húfi.
Svo má líka benda á að það er metþátttaka í B-flokki þar sem gamlar hetjur úr bransanum draga fram gömlu taktana.
Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall og hér eru nokkrir tímar úr dagskránni:
- B-flokkur kl:: 11.35
- Kvennaflokkur kl. 12.00
- 85 cc flokkur kl. 13.40
- Unglingaflokkkur (125cc) kl. 14.05
- MX-Open og MX2 kl. 14.30
Við hvetjum alla til að mæta snemma og njóta blíðunnar í fjallinu og fá sér flatböku og kók í bauk í sjoppunni.