Það voru Mickael Pichon og Michael Maschio sem unnu overall í Evrópu Grand Prixinu um helgina sem haldið var í Galdorf í Þýskalandi. Stefan Everts og Ben Townley urðu því að fresta því að fagna heimsmeistaratitlunum. Í MX2 flokknum var það Kawasaki ökumaðurinn Maschio sem varð overall fyrstur, með 1/6 og það var hanns fyrsti sigur frá í júní 2003. Ben Townley gat ekki forðað áreksti og krassaði eftir 400 metra og úr varð mikil þvaga, hann var svo ár og dag að starta hjólinu aftur og endaði svo aftur á hausnum þannig að hann hætti keppni í fyrra mótoinu, en vann það síðara örugglega. En overall var það svo Pourcel á Kawasaki sem varð annar og Claudio Federici á Yamaha þriðji. Í MX1 var það Pichon á Hondu sem vann overall, annar varð Everts á Yamaha og þriðji Choppins á Hondu, en Coppins varð einmitt Bretlandsmeistari um daginn í Motocross. Keppnin er sýnd á EUROSPORT á eftir kl 9.55