Þegar líða tekur að 25 ára afmæli eins allra vinsælasta hjóls sem framleitt hefur verið, hefur verið ákveðið að hætta framleiðslu á Hondu XR250R í Mars 2005, og stóribróðir XR400R mun einnig hverfa af færiböndunum.
Hjólin sem taka við XR-inu á enduro og trail markaðinum eru CRF250X og CRF450X, en 450 hjólið er ekki enn komið með framleiðsludagsetningu. XR250 hjólið var algjört hit fyrir Hondu þegar það kom fram 1979 og XR400 var það sem mikill fjöldi manna völdu sér þegar það kom fram á síðasta áratug síðustu aldar. Miðað við endingu hjólanna og áræðanleika, verða þrátt fyrir það þúsundir hjóla í umferð í mörg ár enn.