Við viljum minna á að það er vinnudagur á Sólbrekkubraut í dag sunnudag, það verður grafa allan daginn á brautinni að snyrta meðfram henni og brautinn sjálf verður einnig löguð. Allir sem hafa einhvern áhuga á að halda brautinni opinni eru beðnir að koma og hjálpa til við að laga brautina. Það hefur verið alveg hræðinlegt að fá mannskap til að vinna við brautina það hefur yfirleitt alltaf lent á sama fólkinu að vinna í brautinni og erum við orðinn frekar þreytt á því ! Það eru um 1000 manns á höfuborgarsvæðinu sem eiga hjól og það er dálítið fáránlegt að aðeins 6 manns mættu í gær að hjálpa til í brautinni og aðeins einn af þeim var af höfuðborgarsvæðinu. Ef áhuginn er ekki meiri en þetta við að eiga krossbraut í góðu standi þá sjáum við ekki tilganginn í því að vera nokkuð að reyna að halda brautinni við, það er ekki eins og þetta sé sjálfboðavinna því menn fá borgað í aðgangsmiðum ( 2 vinnutímar = 1 miði ) fólk getur mætt hvenar sem er á morgun. Með kveðju, stjórn V.Í.R