PIZZA 67 Motocross Vestmanneyjum 21/8 04
Ljóst er að flokkaskipting hefur ekki gengið eins og til var ætlast þegar farið er að líða á keppnistímabilið. Þrátt fyrir að hafa farið vel af stað þá vantar nú sárlega keppendur í A & B flokk og erum við því tilneyddir til þess að slá þeim saman. Viðbrögð við því að þessi staða kæmi upp voru rædd á fundum í vetur og komumstum við þá að þeirri niðurstöðu að ef færri en 15 væru í báðum flokkum þá yrðu þeir keyrðir saman. Þó yrði stigagjöf aðskilin. Þetta kom fyrir í seinustu keppni og var ætlunin að slá flokkunum saman (A og B) en sökum mikillar óánæju vegna stutts fyrirvara ákvað keppnisstjóri að falla frá því. Í Vestmanneyjum er allt útlit fyrir að flokkarnir verði keyrðir saman og er þá þeim sem ekki treysta sér til að keyra með A flokki bent á að skrá sig í unglinga eða C-flokk. Einnig eru þeir sem hafa verið framarlega í C-flokk hvattir til að skrá sig í A eða B og láta á það reyna hvort þeir eiga ekki fullt erindi þangað. Pizza 67 og Gámþjónusta Vestmanneyja ætla að styrkja okkur í þessari keppni. Ætlum við að biðja alla keppendur og starfsfólk að leggjast á eitt og gera þessa seinustu motocrosskeppni sumarsins slysalausa og skemmtilega.
Með kveðju Motocrossnefnd.