Aron Ómarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í MXOpen í motocrossi með því að vinna bæði motoin í Bolaöldu. Aron var með talsverða yfirburði eins og í fyrri keppnum og enginn átti möguleika á að hrifsa af honum titilinn. Fletta þarf margar blaðsíður aftur í sögubókunum til að finna Íslandsmeistara sem vann á fullu húsi stiga, en elstu menn þykjast muna að Ragnar Ingi Stefánsson hafi gert það á síðustu öld einhverntíma.
Eyþór Reynisson skaust uppfyrir Hjálmar Jónsson með því að ná öðru sætinu í báðum motoum í dag, hann endaði tveimur stigum fyrir ofan liðsfélaga sinn í landsliðinu með því að ná fjórum stigum fleiri í dag.
Signý Stefánsdóttir tryggði sér titilinn í kvennaflokki þrátt fyrir bilanir í hjólinu í fyrra motoinu. Bæði frambremsan og gírkassinn voru að stríða henni.
Kjartan Gunnarsson náði að setja enn meiri spennu í Unglingaflokkinn með því að detta nokkrum sinnum í fyrra motoinu og ná aðeins í 18 stig. Í seinna motoinu gerði hann engin mistök og tryggði sér titilinn. Ingvi Björn Birgisson vann sitt fyrsta moto á árinu og Guðmundur Kort sína fyrstu keppni. Kjartan var aðeins 6 stigum á undan næsta manni
Guðbjartur Magnússon hefur unnið öll motoin í ár í 85 flokknum, nema það fyrsta þar sem hann endaði í öðru sæti.
Haukur Þorsteinsson var með fullt hús stiga fyrir þessa keppni í 40+ flokknum en náði ekki að klára árið með fullt hús þar sem Ragnar Ingi Stefánsson skráði sig í flokkinn í fyrsta skipti og sigraði í báðum motounum í dag.
MxOpen
- Aron Ómarsson
- Eyþór Reynisson
- Hjálmar Jónsson
Kvennaflokkur
- Karen Arnardóttir
- Andrea Dögg Kjartansdóttir
- Signý Stefánsdóttir
Mx2
- Eyþór Reynisson
- Viktor Guðbergsson
- Örn Sævar Hilmarsson
Unglingaflokkur
- Guðmundur Kort
- Kjartan Gunnarsson
- Ingvi Björn Birgisson
B flokkur 40+
- Ragnar Ingi Stefánsson
- Haukur Þorsteinsson
- Hrafnkell Sigtryggsson
B flokkur
- Michael B David
- Hjörtur Pálmi Jónsson
- Steingrímur Örn Kristjánsson
85 flokkur
- Guðbjartur Magnússon
- Gylfi Þór Héðinsson
- Einar Sigurðsson
Nánari úrslit eru hér
Lokastaðan í öllum flokkum í Íslandsmótinu er hér
Til hamingju allir
Flott keppni í alla staði. Brautin var mjög góð. Garðar,Óli Gísla, Keli og allir hinir eiga skilið mikið hrós fyrir alla vinnuna og metnaðinn sem þeir lögðu í þessa keppni. Það var hálf sorglegt að sjá A flokkinn þar sem svo fáir voru skráðir. Hvað er hægt að gera til að fjölga í A ??
A: Banna Aroni að keppa þar sem það er ekki hægt að vinna hann.
B:Fylgja eftir regluni með að sigurvegari í B eigi að skrá sig í A sem hefur ekki verið verið fylgt eftir á þessu ári (sigurvegari í Sólbr keppti í B í Bolöldu)
C:Láta 2-3 efstu sætin úr B fara í A
D:Gera auka flokk eða flokka innan A td +35. kostar ekkert en getur aukið um nokkar.Sjá td +40 í B þetta er nánast hrein viðbót við B.
Takk fyrir takk
HPJ 220
Til hamingju meistarar