ATh. það hefur orðið breyting á þessari tilkynningu, svo lesið vel!!
Haldin verður unglinga og kvenna-keppni á Klaustri laugardaginn 27. maí, eins og undanfarin ár.
Tímasetning verður auglýst síðar.
Í unglingaflokki er aldurstakmark 12-16 ára þ.e. fædd 1990-1994, en í kvennakeppni er lágmarksaldur 12 ára þ.e. fæddar 1994 en enginn hámarksaldur. VÍK mun lána tímatökubúnaðinn og þeir sem geta fengið lánaða senda ættu að vinna í því en annars mun MSÍ lána senda endurgjaldslaust. Áríðandi að allir séu með
senda!!.
Flokkaskipting verður þannig í báðum flokkum:
85cc tvíg., 125 fjórg. og minni hjól
125cc tvíg. og 250 fjórg. – lágmarksaldur 15 ára
Skráning á tedda@nitro.is.
Áríðandi að senda nafn, kennitölu, hjólastærð, hjólategund og keppnisnúmer og félag.
Allir skulu vera félagar í einhverju félagi. Ef viðkomandi hefur ekki keppnisnúmer þá verður þeim úthlutað númerum fyrir þessa keppni.
Heyrumst kát 🙂 Kær Kveðja/Best regards, Theodóra