Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag

Það varð enginn fyrir vonbrigðum sem mættu í keppnina í Álfsnesi í dag. Sól, nánast logn og brautin í frábæru standi. Garðar var búinn að keyra yfir 100 þús. lítra af sjó og vatni í brautina og tók síðustu keyrslu eldsnemma í morgun. Brautin gat því tæplega verið betri. Yfir 60 keppendur voru skráðir til keppni í nokkrum flokkum, Heiðursmannaflokkurinn var nýjung og gaman að sjá nokkra spræka á besta aldri taka þátt þar. Keyrð voru tvö moto í hverjum flokki og allt gert til að jafna bilið á milli keppenda.

Landsliðsmennirnir sýndu kynþokkafulla takta í startinu þar sem þeir sáum 5/15 sek spjaldið og að fella hliðin. Að því loknu máttu þeir hlaupa að hjólunum sínum og elta uppi hópinn. Fremstu menn voru reglulega stoppaðir til að taka armbeygjur, veifa áhorfendum eða hlaupa nokkra hringi um hjólin sín. Að verðlaunaafhendingu lokinni var síðan haldið motocross-enduro þar sem keppendur kepptu tveir og tveir saman í liði, vanur + óvanur saman. Hvor keppandi keyrði tvo hringi og skipti svo við félagann en keyrt var svona í 45 mínútur samtals – þvílík snilld!
Niðurstaða dagsins var frábær keppni í frábæru veðri og í frábærri braut. Landsliðið fær öll keppnisgjöld í sinn skerf og 240.000 kr. koma sér örugglega vel í ferðasjóðinn. Bestu þakkir allir keppendur, áhorfendur, Garðar, Óli Gísla, Guggi, Hrafn, Arnór og allir aðrir sem hjálpuðu til. Úrslit birtast væntanlega mylaps.com fljótlega – ekki að þau hafi skipt aðalmáli í dag 🙂

3 hugrenningar um “Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag”

  1. Algjörlega frábær dagur frá upphafi til enda. Gaman væri að fá fleiri svona daga inn á dagatalið:-)
    Takk fyrir mig.

Skildu eftir svar