Við heyrðum í Bryndísi Einarsdóttur í kvöld en hún er á leiðinni til Ítalíu þar sem lokaumferðin í heimsmeistaramótinu fer fram um helgina. Bryndís er vel stemmd fyrir keppnina og stefnir á að klára árið með stæl eftir að hafa misst af síðasta móti vegna meiðsla.
Á sunnudaginn keppti hún í 5. umferðinni í Hollenska meistaramótinu og náði hún sínum besta árangri þar í sumar, en hún endaði í 7.sæti í ausandi rigningu.
Áfram Bryndís!