Ein af tillögum 68. Íþróttaþings sem samþykkt var um sl. helgi heimilar framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna fjögur sérsambönd á tímabilinu til næsta Íþróttaþings. Þær íþróttagreinar sem hér um ræðir eru vélhjóla- og vélsleðaíþróttir, í öðru lagi skylmingar, í þriðja lagi akstursíþróttir og í fjórða lagi hnefaleikar.Samkvæmt 55. grein laga ÍSÍ ber ÍSÍ skylda til að stofna sérsamband, þegar íþróttagrein er stunduð í a.m.k. 5 héraðssamböndum/íþróttabandalögum og skal það gert á íþróttaþingum. Þetta ákvæði á við um ofangreindar
fjórar íþróttagreinar að þessu sinni. Þrátt fyrir þessa skyldu eru viðkomandi íþróttagreinar misjafnt á vegi staddar til að hægt hefði verið að ganga frá formlegri stofnun sérsambands á þinginu og því var talið eðlilegt að framkvæmdastjórn ÍSÍ fengi heimild til að stofna viðkomandi sérsambönd á næstu tveimur til þremur árum.