Jæja þá fer að styttast í fyrsta Íslandsmótið í ár sem verður á Hellu 13.maí. Rétt er að taka það fram að ætlunin er að þetta verði ekki drullukeppni og ekki kvartmílukeppni heldur tæknilega áskorandi braut sem reynir einnig á úthaldið. Við viljum minna fólk á að ekki er ekinn prufuhringur, þeir sem aðstoða við brautarlagningu og eru mættir fyrir kl: 12:00 laugardaginn 6.maí fá hins vegar að aka einn hring í hvora átt að
lokinni vinnu við brautarlagningu. Keppendur sem koma til að aðstoða við brautarlagningu skulu tilkynna sig til brautarstjóra Kristjáns Geirs Mathiesen (kgm@itn.is eða 862-5679) við komu á keppnissvæði fyrir kl: 12:00 n.k. laugardag. Stefnt er að opna fyrir skráningu í keppnina á laugardaginn. Einnig viljum við hvetja fólk til þess að borga félagsgjöldin – það er svo miklu auðveldara að græja þau tímanlega. Bendi á að upplýsingar fyrir félagsmenn AÍH er að finna efst hægra megin á þessari síðu undir "Athugið".
Með kveðju, mótsnefnd AÍH
Hella – brautarlagning n.k. laugardag
Jæja þá fer að styttast í fyrsta Íslandsmótið í ár sem verður á Hellu 13.maí. Rétt er að taka það fram að ætlunin er að þetta verði ekki drullukeppni og ekki kvartmílukeppni heldur tæknilega áskorandi braut sem reynir einnig á úthaldið. Við viljum minna fólk á að ekki er ekinn prufuhringur, þeir sem aðstoða við brautarlagningu og eru mættir fyrir kl: 12:00 laugardaginn 6.maí fá hins vegar að aka einn hring í hvora átt að
Lesa áfram Hella – brautarlagning n.k. laugardag
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.