Það er búið að ganga mikið á í dag. Hádegisfréttir Ríkisútvarpsins tóku fyrir ummæli Guðjóns Magnússonar þess efnis að „ummæli Umferðaráðs væru sögð af vanþekkingu“. Nokkrum mínútum var eytt í þetta í hádegisfréttum sem varð síðan til þess að Sigurður Helgasson hjá umferðaráði og Guðjón Magnússon frá VÍH voru boðaðir í beina útsendingu í dægurmálaþátt Rásar 2. Sigurður mætti ekki en í stað hans mætti Óli H Þórðarsson, framkvæmdastjóri Umferðaráðs. Útsendingin stóð frá 17:30 og stóð til kl. 18. Megin niðurstaða hennar var sú að Óli H Þórðasson tók fram að um „gagnkvæman“ misskilning væri að ræða. Óli lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til samstarfs og hefði annan skilning á „krakkacrossi“ eftir þessar umræður.
Nú er ekkert eftir annað en að vera mættur á Hellu tímanlega á morgunn. Vefstjóri er í þann mund að setjast upp í bíl á leið til Hellu og mun því ekki halda síðunni lifandi frá 20:00 á föstudagskveldi fram til eftirmiðdags sunnudags. Bið alla vel að „hjóla“ og megi sá „svalasti“ sigra á morgunn. Allir eiga jafnan möguleika.