Góður dagur á sunnudag

Sælir mótorhjólamenn og til hamingju með daginn. Í dag 19. júní er mótorhjólið á Íslandi 101 ára. Það var frábær dagur upp á Bolöldu í gær enda gott veður til útiveru. Vel á annað hundrað manns mætti bæði til að vinna og hjóla og á svona dögum er bara gaman í vinnunni hjá mér.


Ég vil byrja á að þakka allt hrós sem ég fékk fyrir mína vinnu á Bolöldusvæðinu, en í leiðinni vil ég taka það fram að það sem búið er að gera þarna var ekki gert af mér einum. Áhugasamir hjólamenn hafa verið duglegir að mæta á vinnudaga og hjálpa til. Eftir sunnudaginn þar sem grjót var hreinsað úr crossbrautinni og brautinni breytt lítillega var brautin hreint frábær að sögn þeirra sem keyrðu hana. Ég hef aldrei séð annann eins fjölda keyra í crossbrautinni. Á endurosvæðinu og einu sinni taldi ég hjólin sem ég sá af bílastæðinu sem voru í endurobrautinni og taldist mér þau vera 18 sem ég sá. Ég var sérstaklega ánægður að sjá að kínversku torfærumótorhjólin virtust ekki vera í neinum vandræðum með að keyra þessar brautir, en ég sá allavega þrjú kínversk hjól í gær keyra enduro og bíð ég þau sérstaklega velkomin á svæðið.

Það var þó leiðinleg sjón sem blasti við þeim sem mættu fyrstir á svæðið í gærmorgun, en bílastæðið var útspólað með djúpum förum í hringi og greinilegt var að þetta spól hefur kostað eina bílrúðu því glerbrot úr bílrúðu var á bílastæðinu og önnur afturfelgan á traktornum er öll í grjótförum. Það er margsinnis búið að koma fram hér á netinu að allt spól og hraðakstur á bílastæðunum er bannaður, en það þarf greinilega að endurtaka þennan söng þangað til þetta lærist.
Kveðja, Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar