Innanhúss æfingar

Brotið hefur verið blað í sögu Vélhjólaíþróttaklúbbsins því að nú hefjast æfingar innanhúss og verða í allan vetur.  Fyrsta æfingin verður sunnudaginn 3.nóvember kl 14.15 til 17.30. Á þessari fyrstu æfingu verður opið hús, þannig að allir félagsmenn geta mætt og prófað aðstæður. Seinna í vetur verður tímanum síðan skipt niður eftir hjólastærð og aldri keppanda og verður það auglýst síðar. Á staðnum verða stjórnarmenn sem koma til með að kenna reglur hússins og hvernig æfingafyrirkomulagið verður. Nýliðar, krakkar og unglingar eru sérstaklega velkomin. Aðgangseyrir er enginn.

Áhugasamir um þjálfarastöðu fyrir krakka og unglinga hafið samband við stjórnarmenn.

Sunnudaginn 3.nóv allir félagsmenn VÍK velkomnir í Reiðhöllinna í Víðidal milli klukkan 14.15 og 17.30.
Stjórnin

Skildu eftir svar