AÐALFUNDUR VÍK Á MORGUN MIÐVIKUDAG 10.11.2010

Aðalfundur félagsins verður haldinn 10. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. Aðalfundur félagsins hefur vanalega verið haldinn febrúar/mars en er færður til samræmis við óskir ÍSÍ um reikningsskil aðildarfélaga.

Hvetjum alla sem áhuga hafa á  félagsstarfinu okkar að mæta.

Ertu með hugmynd um breytingar á brautunum?

Finnst þér eitthvað betur megi fara?

Ertu með kvörtun?

Ertu félagsmálatröll?

Viltu hafa áhrif á einhverju sviði í félaginu okkar?

Viltu vinna með skemmtilegu fólki?

Þá er um að gera að mæta annað kvöld og tjá sig. Það er meira að segja nægilegt bara að greiða atkvæði á með eða móti, þá er amk. verið að leggja stjórn félagsins línurnar.

Ykkar er valið. Það þýðir ekkert að kvarta á kantinum eftir aðalfund, það hlustar engin stjórn á svoleiðis.

Mætið og látið ykkar atkvæði skipta máli.

Skildu eftir svar