Skráning hafin í 2. umferðina í Endurocrossi

2. umferðin í Enduro Cross fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal (Árbæjarhverfi) laugardaginn 4. desember. Skráning hefur verið opnuð á msisport.is og um að gera að skrá sig tímanlega. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 30. nóvember kl: 21:00

Bent er á að framvegis verður skráningarfrestur í Íslandsmeistaramót MSÍ alltaf til þriðjudags kl: 21:00 vikuna fyrir keppni. Engar undantekningar!

4 hugrenningar um “Skráning hafin í 2. umferðina í Endurocrossi”

  1. Það er ekkert vandamál ! Málið snýst um að ljúka skráningu tímanlega þegar um er að ræða Íslandsmót. Keppnishaldari sem vill prenta dagskrá þarf til þess 2-3 daga og gengur þá ekki að listi yfir keppendur liggi fyrir með eins dags fyrirvara. Einnig þarf keppnishaldari að panta verðlaunagripi og í suma flokka næst stundum ekki lágmarksfjöldi keppenda sem er 5.
    Það má líka spyrja á móti, hvaða vandamál er að skrá sig 4 dögum fyrir mót ?

  2. Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að menn þurfi að tilkynna skráningu með góðum fyrirvara. Keppnisstjóri þarf að vita hvernig keppni hann er að skipuleggja. Það er dágóður munur á að skipuleggja keppni með 50 keppendum eða 100 keppendum.
    Mér finnst alveg merkilegt hvað margir keppendur hér á landi halda að þeir geti haft hlutina eins og þeim hentar.

Skildu eftir svar