Þrefaldi AMA National Motocrossmeistarinn Doug Henry sótti Honduna sína ( CRF450R) og tók þátt í GNCC í Florida. Þar keppti hann á móti margföldum heimsmeistara í enduro Juha Salminen á KTM og Shane Watts líka á KTM, sem er að koma til baka eftir smá hlé. Doug Henry sigraði, en Salminen varð annar og Watts
þriðji. Þetta er heilmikið afrek fyrir þennan fyrrverandi motocrossökumann, sér í lagi vegna þess hve keppnin er löng, eða rúmelga þrír tímar. Þar til í þessari keppni leit út fyrir að Salminen hefði tögl og haldir í mótinu, og hann hefur haft það, en með þessari undantekningu.
Þið munið kannski að Henry hefur verið að keppa í Supermoto með öðrum motocross snilling sem hefur lagt skóna á hilluna, Jeff Ward.