Eitthvað um140 miðar eru seldir og er uppselt í matinn. Eftir mat verður selt inn á skemmtiatriðin og ballið. Mun miðinn kosta 2000 kr. og verður húsið opnað fyrir þennan hóp um klukkan 21:30. Menn munu þá sjá Fredrik Hedman ásamt hinum skemmtiatriðinum.
Unnið var við smíði pallsins langt fram á fimmtudags nótt og reyndist hann helst til of þungur til að hægt væri að renna honum inn í sal og tilbaka. Fredrik Hedman hefur því ekkert getað æft sig. Svo virðist sem allir mótorhjólamenn á Íslandi séu ósammála honum en hann hefur haldið því fram lendingarpallurinn geti brotnað við lendingu. Einhverjar áhyggjur hafði hann einnig yfir því að rekast í þakið. Má því með sönnu segja að VÍK-verjar ætli sér að sjá til þess að skemmtiatriðin verði á heimsklassa með háum áhættustuðli. Fyrir utan stökkin þá gætum við horft upp á Fredrik verða að kíttisspaða þegar hann lendir á loftinu/þakinu eða lendingarpallurinn leysist upp í frumeindir við einhverja lendinguna… svo ekki sé talað um æfingaleysið… GM.