24 mínus 22 klst

Fresturinn sem veittur var vegna „Dulkóðuninnar“ er runninn út. Var hann styttur úr 24 klst. niður í 2 klst. eftir símaviðtal við Hauk Þorsteinsson.
Málavextir eru þeir að 5 manna hópur hjólamanna hætti sér inn á 110 svæðið í einum og sama bílnum. Umráðasvæði Karls Gunnlaugssonar. Kalli sér bílinn og ber kennsl á farþegana. Pikkar upp símann og hringir í félaga sinn sem síðan hringir í næsta mann. Orðrétt kom síðan „Heyrst hefur…“ skot sem hljóðaði eftirfarandi.
…að Yamaha Haukur hafi sést á leynifundi með Bjarna Bærings, Bjössa Túpu, Jóa Bærings og Benidikt Eyjólfs.
Ekki leið langur tími þangað til haft var samband við vefinn og beðið um að upplýsingarnar yrðu teknar af vefnum. Vefurinn neitaði en úr varð samkomulag um að dulkóða fréttaskotið í 24 klst.
Stuttu síðar kom ábending frá sama aðila um að þess væri ekki lengur þörf. „Heyrst hefur…“ skotið hefði verið aðeins of lengi á vefnum og hefði síminn hjá Yamaha Hauki ekki stoppað.
Það sem Kalli sá upphaflega og var síðan túlkað í gríni hjá þriðja aðila sem leynifundur er nú orðið staðfest. Ein af stærri fréttum mánaðarins.
Haukur Þorsteinsson hefur handsalað samning við Bílabúð Benna. Mun hann aka á Cannondale á næsta ári. Aðspurður um ástæður sagði hann að allt væri betra. Miklu betra hjól og miklu betri samningur.
Toyota sem er nýbúið að taka yfir Yamaha umboðið frá Merkúr, ætlar ekki að hafa neitt lið og ekki heldur að koma nálægt neinu keppnishaldi með beinum hætti. Eru þeir einungis „hugsanlega“ tilbúnir til að styrkja einstaka keppendur þannig að þeir geti ekið á Yamaha hjólum. Að lokum ítrekaði Haukur að hann væri mjög ánægður með samninginn og vildi koma því áleiðis að hann hefði 2 Yamaha hjól til sölu.

Skildu eftir svar