Það hefur myndast sú hefð hjá nokkrum gallhörðum hjólurum að skella sér á ís á aðfangadegi. Nokkrir gallharðir hjólarar héldu þeirri hefð gangandi í dag og skelltu sér á vel frosið Hafravatnið. Sem betur fer voru engar vakir á vatninu sem þurfti að varast og enginn fór í botnskoðun á vatninu að þessu sinni. Kalli G. Sýndi mönnumm hvernig alvöru TRACTION CONTROL virkaði og ók um svellið eins og enginn væri morgundagurinn. Valdi Mosfellingur, spændi ísinn líka í sig sem hann ætti að vera eftiréttur kvöldsins á hans heimili, þ.e. spændi ísinn. Hressandi að hrista af sér jólagjafaspenninginn. Nú eða bara jólastressið. Gleðilega hátíð.