Ragnar Stefánsson hefur sent vefnum athugasemdir vegna dempara.
Ég hef sérstaklega tekið eftir því síðustu daga þegar menn hafa byrjað að keyra í alvöru frosti að það er þó nokkuð um það að pakkdósir eru að fara í dempurum !!! Ég vil ekki alhæfa neitt en aðal ástæðan er sú að flestir hugsa aldrei um að það kannski þarf að stunda smá viðhald á dempurum ! Á flestum þeim dempurum sem fara illa í frostinu hefur aldrei verið skipt um oliu og gas……….. Það er reyndar nauðsynlegt að gera „service“ á dempurunum allavega einu sinni á ári, bæði til að halda góðri virkni og eins til að minnka líkurnar á bilun.
Með von um að þessar upplýsingar útskýri eitthvað.
Kveðja Raggi
P.S. velkomið að hringja með spurningar s:5870066