Svo virðist sem baráttan milli umboða sé að dreifa úr sér. Í dag eru einungis tveir titlar í boði fyrir keppnislið. Enduro og motocross. Suzuki reið á vaðið og stofnaði ungliða-lið. Vefurinn telur ýmislegt benda til þess að a.m.k. tvo önnur umboð séu að fylgja í kjölfarið. Allt virðist því benda til þess að til viðbótar því að unglingarnir keppi innbyrðis þá verða þeir flestir í liðum. Þessi þróun er frábær og verður vonandi til þess að unglingarnir flykkjast á skipulagðar æfingar og keppnir.