Eftir frekar rólega keppni um síðustu helgi sýndi Supercrossið sínar bestu hliðar í gærkvöldi. Ekki það að stórt krass í fyrstu beygju sé eitthvað skemmtilegt en það getur hvatt menn til að gefa aðeins meira í. Hér eru nokkrir punktar:
Sá sem leiddi fyrstu 10 hringina datt úr keppni!
Keppnin endaði með 0,1 sek á milli fyrsta og annars sætis.
Ef þú vilt vita úrslitin….Í fyrstu beygju var stórt krass þar sem James Stewart, Chad Reed, Villopoto, Justing Brayton og fleiri fóru í jörðina. Kevin Windham náði holuskotinu, Davi Millsaps annar og Brett Metcalfe þriðji.
Eftir fimm hringi er KW með fjögurra sekúndna forystu og Trey Canard er annar.
Eftir 11 hringi krassar Windham og Canard tekur forystuna. Dungey er annar, Millsaps þriðji.
Dungey setur í nýjan gír og ætlar sér sigur, hann pressar stíft á nýliðann og tekur framúr á 18. hring, Canard tekur strax framúr honum aftur.
Niðurstaðan sú að Trey Canard vinnur sinn fyrsta sigur, Villopoto tekur forystuna í stigakeppninni með því að vinna sig uppí þriðja sæti úr kaosinu í fyrstu beygju. James Stewart endaði 15. eftir 2 kröss.Ken Roczen náði góðum árangri í sinni fyrstu stóru keppni með 7. sætinu. KevinWindham hefði getað orðið
Lokastaðan:
1. | Trey Canard | HON |
2. | Ryan Dungey | SUZ |
3. | Ryan Villopoto | KAW |
4. | Davi Millsaps | YAM |
5. | Andrew Short | KTM |
6. | Chad Reed | HON |
7. | Ken Roczen | KTM |
8. | Brett Metcalfe | SUZ |
9. | Ivan Tedesco | KAW |
10. | Mike Alessi | KTM |
11. | T Hahn | YAM |
12. | N Wey | YAM |
13. | J Brayton | YAM |
14. | W Peick | YAM |
15. | James Stewart | YAM |
16. | Kyle Regal | YAM |
17. | V Friese | YAM |
18. | C Blose | KAW |
19. | Kevin Windham | HON |
20. | J Thomas | SUZ |
Staðan er þá svona:
- Ryan Villopoto, Poulsbo, Wash., Kawasaki – 132
- James Stewart, Haines City, Fla., Yamaha – 123
- Trey Canard, Shawnee, Okla., Honda – 112
- Chad Reed, Tampa, Fla., Honda – 105
- Ryan Dungey, Belle Plaine, Minn., Suzuki – 101
- Andrew Short, Smithville, Texas, KTM – 80
- Brett Metcalfe, Lake Elsinore, Calif., Suzuki – 80
- Justin Brayton, Cornelius, N.C, Yamaha – 65
- Davi Millsaps, Carlsbad, Calif., Yamaha – 62
- Kevin Windham, Centreville, Miss., Honda – 61
Í Lites flokknum var það Justin Barcia sem vann fyrstu keppni í ársins í East hlutanum:
- Justin Barcia, Ochlocknee, Ga., Honda
- Dean Wilson, Menifee, Calif., Kawasaki
- Blake Baggett, Grand Terrace, Calif., Kawasaki
- Ryan Sipes, Ekron, Ky., Yamaha
- Ian Trettel, Lake Elsinore, Calif., Suzuki
- Blake Wharton, Aubrey, Texas, Honda
- Jason Anderson, Edgewood, N.M., Suzuki
- Lance Vincent, Youngsville, La., Honda
- Matt Lemoine, Collinsville, Texas, Kawasaki
- Alex Martin, Millville, Minn., Honda