{mosimage}
Stefnt var á toppinn en tekið var af á Dómadalsleið. Þó nokkur þræðingur var að fjallinu þar sem Suðurlandið er snjólétt. Frábært harðfenni gerði leiðina á toppinn auðvelda en Heklan stendur hæst í um 1500 metrum.
-10 stiga frost var niðri á Dómadalnum og 10-12m á sekúndu úr norðri. Áætla má að með vindkælingu hafi verið
hátt í -40 stiga frost á toppnum og því staldrað stutt. Lucky smellti af nokkrum myndum en hópurinn hélt
svo í Landmannahelli og fór alls 100 km hring. Frábær Enduro túr í
mesta kulda sem við höfum hjólað í. Að ná toppnum á Heklunni var
"toppurinn" en það er aðeins möguleiki að komast á toppinn nokkra daga
ársins og þá helst við aðstæður sem þessar.
Sjá myndasafn