Ískross – föstudagur 18. mars kl. 20:00.
Lokaumferðin í Íslandsmótinu. Keppni fer fram í flóðljósum á Stakhólstjörn við Skútustaði. Mæting keppenda kl. 19:00. Skráning fer fram á vef MSÍ (www.msisport.is) og lýkur á þriðjudagskvöld klukkan 21.
Samhliðabraut – föstudagur kl. 14:00.
Keppni fer fram við Kröflu. Mæting keppenda kl. 13:00-13:30. Skráning á staðnum eða senda póst á stefan@jardbodin.is. Keppt er í tveimur flokkum, opnum flokki og +35 ára. Allir keyra tímatökur og 8 bestu tímar í hvorum flokki komast í útsláttarkeppni. Keppnisgjald kr. 3000 (kr. 5000 fyrir bæði Samhliðabraut og Fjallaklifur).
Fjallaklifur (Hillcross) – föstudagur kl. 16:00.
Keppni fer fram við Kröflu. Mæting keppenda kl. 15:00-15:30. Skráning á staðnum eða senda póst á stefan@jardbodin.is. Keppt er í einum opnum flokki. Útsláttarkeppni þar sem 3-4 keppendur eru ræstir í einu. Keppnisgjald kr. 3000 (kr. 5000 fyrir bæði Samhliðabraut og Fjallaklifur).
SnoEnduro – laugardagur kl. 10:00.
Keppni fer fram í Reykjahlíðarheiði. Ekið uppá flugvöll og vestan við flugbrautina að norðurenda flugvallarins (ath. alls ekki inná brautina). Mæting keppenda kl. 09:00. Skráning á staðnum eða senda póst á stefan@jardbodin.is. Keppt er í tveimur flokkum, 0-600cc og +600cc. Ath. röðun á ráslínu fer eftir skráningu, þannig að þeir sem skrá sig fyrst komast fremst á ráslínu. Hópstart (hlaupandi start) þar sem ekinn er 9,5 km hringur í klukkutíma frá kl. 10:00-11:00 og svo ræst aftur og ekinn öfugur hringur frá kl. 12:00-13:00. Skoðunarhringur ekinn með keppendum sem þess óska kl. 09:30. Keppnisgjald kr. 5000 (kr. 8000 fyrir bæði SnoEnduro og SnoCross).
Snocross – laugardagur kl. 15:00.
Keppni fer fram ofan við Kröfluvirkjun. Mæting keppenda kl. 14:00. Ath. skráning eingöngu með tölvupósti fyrir kl. 22:00 á fimmtudag á stefan@jardbodin.is. Keppt verður í tveimur flokkum, sportflokki og opnum flokki. Brautin verður öllum fær með vúppsum, litlum stökkpöllum og kröppum beygjum.
Keppnisgjald kr. 5000 (kr. 8000 fyrir bæði SnoEnduro og SnoCross).
Ísspyrna – laugardagur kl. 17:00.
Keppni fer fram á Stakhólstjörn við Skútustaði. Mæting keppenda kl. 16.30. Skráning á staðnum eða senda póst á stefan@jardbodin.is. Keppt er í einum opnum flokki með útsláttarfyrirkomulagi. Keppnisgjald kr. 3000.
38 skráðir í Íscrossið
Stjórn AMS hefur ákveðið að gera þá breytingu á dagskrá Mývatnsmótsins 2011 að fella niður keppni í snocross vegna fyrirsjáanlegs þátttökuleysis, þess í stað verður keppt í snjóspyrnu við Skútustaði kl: 15.00. Mæting keppenda er kl: 14.30, skráning á staðnum.
Nú er um að gera fyrir alla með nítró, túrbó, 3 cylindra og alla hina að mæta og sýna sig !
Fyrir hönd stjórnar AMS,
Jonni