Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Keppendur sem kepptu árið 2010 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 28. apríl. – 2.. maí. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma.

Laus 2 stafa númer eru:

20,36,37,43,45,48,49,53,54,55,56,59,60,62,65,67,68,70,71,72,74,75,80,82,83,86,89,93,96,97, einnig er fjöldi númera frá 100-500 laus.

Keppnisnúmerareglur MSÍ fyrir Íslandsmótaraðir.

1. Keppnisnúmer 0, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 getur Íslandsmeistari í Motocross MX-Open flokki eða Meistaradeild Enduro sótt um ef þau eru laus.

2. Keppnisnúmer frá 10 til 100 er aðeins hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í öllum umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.

3. Keppnisnúmer frá 101 til 500 er hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í einhverri af umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.

4. Keppnisnúmer frá 501 til 999 geta allir sem uppfylla lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmótinu í Motocross og Enduro á yfirstandandi keppnistímabili sótt um. Einnig þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 sótt um þessi númer.

5. Keppnisnúmer sem ekki hefur verið notað í 2 ár í einni keppni eða fleirum fellur niður og er endurúthlutað.

6. Númeraskifti fara fram á ákveðnum tímum ársins sem stjórn MSÍ ákveður hverju sinni.

7. Sækja skal um númeraskifti á skraning@msisport.is á auglýstum tíma, sækja skal um númer sem óskað er eftir auk númers til vara ef það númer sem óskað er eftir er upptekið.

8. Þeir keppendur hafa forgang að nýjum númerum í þessari röð miðað við stöðu í Íslandsmóti árinu á undan. 1.-5. sæti, MX Open, Enduro Meistaradeild, MX-2, MX Unglinga, MX 85, MX Kvenna, Enduro Baldursdeild. Þar á eftir er úthlutað eftir hvernig umsóknir berast.

Almenn umsókn um keppnisnúmer fyrir íslandsmót MSÍ gerist í gegnum “Mína síðu” sem keppendur hafa aðgang að á vef MSÍ. Ekki er þörf á að sækja um keppninúmer fyrir æfingar- eða bikarmót.

Reykjavík, 28. apríl. 2011

Stjórn MSÍ



7 hugrenningar um “Númeraskiptatímabilið er NÚNA”

  1. Þarf að sækja um númer fyrir krakkana sem verða á námskeiðinu í sumar og keppa á þeim mótum sem þar verða í boði. 65 og 85 cc

  2. Nei, einungis þarf að sækja um númer ef viðkomandi ætlar að keppa í Íslandsmóti.

    Ekki er leyfilegt að keppa í íslandsmóti á 65cc, og viðkomandi þarf að vera 12 ára til að meiga keppa á 85cc i íslandsmótinu.

    Annars er ekkert vitlaust að sækja bara um númer, aldrei að vita hvort stráknum/stelpunni langar alltí einu til að prófa eina keppni 🙂

  3. Hvarnig er það ef maður hefur ekki keppt neitt áður hvaða númer eru þá í boði..?
    inná msíSport.is eru bara nokkur númer í boði ( 7 stk. )

    ps. er eitthvað að frétta með keppnisnúmerinn fyrir Klaustur..?
    erum að græja peysur og bíðum bara eftir númerunum til að klára að prenta þau

  4. ég er búuinn að senda póst en er ekki búinn að fá neitt svar og það er ekkert búið að breytast á msisport.is

Skildu eftir svar