Bryndís tíunda í Svíþjóð

Bryndís í einni beygjunni

Bryndís Einarsdóttir tók þátt í fyrstu umferðinni í sænska meistaramótinu í motocrossi í um helgina. Hún endaði í tíunda sæti eftir daginn eftir jafnan akstur. Hún var 9. í tímatöku, 11 í fyrra mótóinu og 10 í því síðara.

Gunnlaugur Karlsson náði ekki að komast í gegnum niðurskurð eftir tímatökur.

Keppnin var haldin í Vissefjärda í Smálöndunum á flottri braut í flottu veðri. 31 stúlka var skráð til leiks og 20 þeirra komust í aðalkeppnina á sunnudeginum, hinar duttu út eftir tímatökurnar. Alls verða 6 umferðir í mótaröðinni í sumar og stefnir Bryndís á að taka þátt í þeim öllum.

Bryndís sagðist eftir keppnina ágætlega sátt við árangurinn þar sem hún hefur ekki náð að æfa mikið eftir meiðslin sem hún hlaut í janúar. Enn eru meiðslin eitthvað að hrjá hana en aðeins nokkrir æfingadagar hafa náðst að undaförnu. Tvær fyrstu keppnirnar í heimsmeistarakeppninni voru bæði erfiðar og orkufrekar. Aðstæðurnar voru afar slæmar, rok, rigning og krefjandi brautir. Framundan er önnur umferðin í sænska um næstu helgi í Tibro og þar eftir verður haldið til Íslands.

Bryndís

 

Á útopnu

 

Fleiri myndir eru í vefalbúminu hér.
Nánari úrslit eru hér.

Skildu eftir svar