Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Enduro Cross Country fór fram í dag á Bolaöldusvæðinu. Íslandsmeistarinn Kári Jónsson hóf titilvörnina með góðum sigri en fékk nokkuð óvænta mótspyrnu frá Eyþóri Reynissyni sem hingað til hefur látið motocrossið hafa forgang. Íslandsmeistarinn í motocrossi, Aron Ómarsson varð annar og Daði Erlingsson í þriðja í ECC1 flokknum. Eyþór Reynisson sigraði í ECC2, Bjarki Sigurðsson annar og Haraldur Örn Haraldsson þriðji.

Í B-flokknum voru það #12 Guðbjartur Magnússon og #162 Árman Örn Sigursteinsson sem voru í baráttu en þeir unnu sitt hvora umferðina en í 3. sæti var #215 Ingi Þór Ólafsson. Í fyrri umferðinni þá var Ármann 6 sekúndum á undan Guðbjarti.  Í 40+ þá var það #45 Magnús Guðbjartur Helgasson sem vann báðar umferðirnar í 2. sæti var #72 Hjörtur Pálmi Jónsson og #0 Ragnar Ingi Stefánsson var 3. en það voru sömu úrslit í báðum umferðum. En það má segja að þeir feðgar Magnús og Guðbjartur hafi átt B-flokkinn.

Signý Stefánsdóttir

Í kvenna flokki var það #34 Signý Stefánsdóttir sem sigraði og önnur var #31 Aníta Hauksdóttir en þær unni sitt hvora umferðina í þriðja sæti var svo #132 Karen Arnardóttir. Tveir keppendur voru í B-85 en #671 Einar Sigurðsson var á undan #20 Viggó Smára Pétursyni. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu báðar umferðirnar í tvímenningi.

Í ár var farið aftur í tvisvar sinnum 90 mínútur í meistaraflokki en nýbreytni var að allir flokkarnir voru nú ræstir saman (innan mínútu) sem gerði það að verkum að fyrstu menn í meistaraflokki byrja að fara framúr hægustu B- flokks ökumönnum á öðrum hring. Einnig var notað sitthvort tímatökukerfið fyrir meistaraflokkinn og hina flokkana og koma því nánari úrslit hér á tveimur linkum

Meistaraflokkar og tvímenningur

Aðrir Flokkar

 

Kári Jónsson
Aron Ómarsson átti góða spretti í dag
Guðbjartur Magnússon sigraði B-flokkinn
Valdimar Bergs og fleiri
Eyþór Reynisson

Myndir: Agnar Einarsson

2 hugrenningar um “Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri”

Skildu eftir svar