MX Brautin opnar kl 10:00 á morgun, Laugardag, og er í flottu standi.
Jósefsdalurinn opnar á morgun, Laugardag, þrátt fyrir engan áhuga félagsmanna við að merkja upp slóða þar. Hér fyrir neðan er skammarræða frá einum úr enduronefndinni.
Munið eftir miðunum eða kortunum.
ATH nú þarf líka miða í slóðana.„
Í kvöld var vinnukvöld inní Jósepsdal svo hægt sé að fara opna einhverja slóða á svæðinu.
Reyndar er ég eiginlega komin á þá skoðun að það sé engin þörf á að opna slóða í Bolaöldu þar sem það er engin áhugi hjá félagsmönnum að gera neitt til þess að það sé hægt.
Í kvöld kom 1 hjólamaður til að vinna með okkur Garðari!!!
Robert hjá rivus mætti og dró 3 félaga með sér sem eru ekki hjólamenn.
Jú reyndar kom 1 annar þegar við vorum á leiðinni til baka um klukkan 21 en passaði sig á að stoppa ekki hjá okkur heldur laumaðist inní Jósepsdal, örugglega ekki til að vinna þar.
Ef félagsmenn hafa ekki áhuga á að aðstoða við og við á svæðinu þá fækkar bara opnum slóðum og þeir opna seinna vegna þeirra fáu handa sem vinna verkið.
Félagsmenn verða að fara vakna og vera með, þetta er svæðið okkar og getur verið frábært ef allir gera eitthvað, það þarf ekki að vera mikið því margar hendur vinna koma miklu í verk.
Hugsið þetta kæru félagsmenn.“