Brautin er í frábæru standi enda hafa veðurguðirnir og Garðar séð til þess að vökva og tæta upp brautina hressilega. Brautin var löguð með jarðýtu í síðustu viku og svo hefur Aron Berg, yfirmaður grjót og grashreinsistarfa, verið á fullu í því að snyrta bæði innan og utan brautar. Þeir félagar, Garðar og Aron, verða í grjóthreinsun fram eftir degi þannig að vinsamlegast farið varlega ef þið sjáið þess duglegu og hressu starfsmenn VÍK í brautinni. Munið eftir miðunum Á HJÓLINU.
Ein hugrenning um “Bolaöldubraut í frábæru formi.”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Á ekkert að gera meira við álfsnes, svolítið glatað að búa við hliðin á og eiga árskort og ekkert gert í brautini.
Og hvað er málið með þessa opnunr tíma eins og veðrið sé ekki nógu erfitt.