Sælir heima á fróni,
Íslenski landsliðshópurinn er kominn út og fyrsti dagurinn ferðarinnar liðinn. Byrjuðum á að hittast í Keflavík eldsnemma og auðvitað var það enginn annar en Gulli Sonax #757 sem flaug okkur út. Við skiptumst á að heimsækja kallinn í „cockpittinn“ á leiðinni yfir. Þegar við lentum í Helsinki var alveg bongó blíða, 20 stiga hiti og sól.
Við fengum bílaleigubílaflotann afhentann og brunuðum svo af stað, við strákarnir fórum beint í vöruhúsið að sækja hjólin en Tedda og Erna brunuðu á keppnisstaðinn til að skrá liðið inn og fá alla pappíra afhenta.
Það tók okkur nú ekki nema um 1,5 tíma að koma öllum hjólunum saman og inn í bíl og þá var brunað af stað til Kotka, þar sem keppnisstaðurinn er.
Við fengum svo þær fréttir frá Teddu að liðsmennirnir þyrftu að mæta líka til að skrá sig svo við fengum nýjan tíma í fyrramálið.
Þegar við mættum til Kotka og niður á bryggju þar sem pitturinn hittum við Kalle sem er finnskur vinur Jóns JHM sem ætlar að vera okkur innan handar hérna úti. Hann leiðbeindi okkur svo út í sveit á þetta svakalega heimilislega og flotta gistiheimili sem við verðum á hérna úti. Allir hentu draslinu inn á herbergi og svo var rölt niður að á hér fyrir neðan þar sem er sauna og fínerí. Við Kári stóðumst ekki mátið og hentum okkur til sunds í ánni og syntum bakkanna á milli áður en öll hersingin skellti sér í gufu og var alger snilld að baða sig í ánni þess á milli.
Núna eru allir í rólegheitum hérna, dottnir í svefn eða ráfandi um netheimana. Á morgun ætlum við að mæta snemma niður í pitt og skrá liðið inn, græja pittinn okkar og fá dekk og mýs undir hjólin.
Bestu kveðjur til allra frá ISDE landsliðinu 2011.
Kv. Jonni
það er eithvað að spjallsvæðinu.
get ekki svarað eða gert neitt??
Í hvernig tölvu ertu og hvernig vafra notar þú? Þetta virkar nefnilega vel hjá mér
ok þetta virkar þá bara ekki hjá mér. þetta er einhver hp talva held að vafrin heiti internet explorer??
Sæll aftur, ég sé að þetta er vandamál í Internet Explorer. Ég er að leyta að lausn á þessu, annars mæli ég með FireFox vafra, hann styður alþjóðlega vefstaðla.