Skráning í síðustu umferð íslandsmótsins er opin til miðnættis 15. ágúst eftir það hækkar skráningargjaldið um 50%. Einungis ökumenn á skráðum og tryggðum hjólum fá að taka þátt í keppninni. Ökumenn hafi með sér skráningar- og tryggingaskírteini. Keppanda er heimilt að hafa með sér einn aðstoðarmann án þess að greiða aðgangseyrir. Aðgangseyrir er 500kr en frítt fyrir 12 ára og yngri. VÍR verður með veitingasölu á staðnum þar verður hægt að fá samlokur, langlokur, gos og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. Það er mikil barátta í öllum flokkum, í MX1 og 125 flokki eru 75 stig í pottinum en 50 stig í 85- og kvennaflokki. Hér er staða þriggja efstu keppanda:
MX1 flokkur Nafn Stig Diff Gap
1 54 Gylfi Freyr Guðmundsson 177 – –
2 270 Valdimar Þórðarson 175 2 2
3 68 Ragnar Ingi Stefánsson 154 23 21
3 4 Einar Sverrir Sigurðarsson 154 23 0
125 flokkur Nafn Stig Diff Gap
1 95 Guðmundur Stefánsson 154 – –
2 198 Einar Skúli Skúlason 148 6 6
3 444 Guðmundur Bjarni Pálmason 121 33 27
85 flokkur Nafn Stig Diff Gap
1 900 Heiðar Gretarsson 141 – –
2 84 Viktor Guðbergsson 136 5 5
3 901 Sölvi Sveinsson 123 18 13
Kvennaflokkur Nafn Stig Diff Gap
1 132 Karen Arnardóttir 147 – –
2 310 Anita Hauksdóttir 135 12 12
3 542 Signý Stefánsdóttir 116 31 19