Páskamót 2005

{mosimage}Um Páskana verður haldinn fyrsta keppni ársins 2005.
Laugardaginn 26. MARS. verður haldinn Enduro-X keppni í landi Höfðabrekku við VÍK í Mýrdal.
Á Höfðabrekku er rekið glæsilegt hótel með gistingu fyrir 120 manns. Keppnisbrautin verður
í Moto-Cross braut sem er rétt við hótelið. Moto-Cross brautin verður notuð ásamt 3-5 km í
sandinum og fjörunni þar fyrir neðan. Beach Race "Enduro + MX" = Enduro-X

Öllum er heimil þáttaka og mun skráning standa til mánudagskvölds kl: 23:00 21.apríl.
Vinsamlegast sendið skráningu á kg@ktm.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, hjól,
keppnisnúmer og í hvaða flokk á að keppa í A – B.
Keppnisgjald er 3.000,- fyrir B flokk en 4.000,- fyrir A flokk.
Hótel Höfðabrekka (www.hofdabrekka.is) býður tilboð á gistingu um Páskana fyrir hjólamenn
á 5.200,- nóttina í 2 manna herbergi m/sturtu og morgunmatur er innifalinn. Á laugardagskvöld
verður verðlaunaafhending og býður hótelið tilboð á súpu og grillveislu á aðeins 1.700,- á mann.

Moto-Cross brautinn verður opin á Skírdag og Föstudaginn langa fyrir þá sem vilja mæta fyrr
og æfa sig. Á laugardeginum verður svo bætt inn 3-5 km kafla fyrir keppnina.
Heyrst hefur að mestur áhugi sé fyrir að mæta í hádeginu á Föstudaginn langa og hjóla fram á kvöld,
keppa á laugardeginum og mæta í grillið og verðlaunaafhendinguna um kvöldið.
Fyrir þá sem eru óþreyttir þá er brautin opin á Páskadag.

DAGSKRÁ
Páskamót 2005 / Enduro-X keppnisdagskrá:
Laugardaginn 26.Mars. Höfðabrekku v/ VÍK

Skoðun:

Hefst:

Líkur:

B flokkur:

10:00

10:30

 

10:30

11:00

Flokkur:

Röðun á ráslínu:

Keppni hefst:

Keppni líkur:

Aksturstími:

B 1

12:00

12:10

12:45

35 mín.

A 1

12:50

13:00

13:50

50 mín.

 

 

 

 

 

B 2

14:00

14:10

14:45

35 mín.

A 2

14:50

15:00

15:50

50 mín.

 

 

 

 

 

Grill:

19:00

Höfðabrekku

 

 

Verðlaun:

20:00

Höfðabrekku

 

 

Keppnin verður keyrð eftir Enduro keppnisreglum MSÍ / VÍK.
Ræsing er hópræsing eins og í Íslandsmótinu í Enduro.
A flokkur er opinn flokkur og veitt eru verðlaun fyrir 1.2.og 3. sæti.
B flokkur er opinn flokkur og veitt eru verðlaun fyrir 1.2.og 3. sæti.
Aukaverðlaun eru fyrir fyrsta 85 cc keppandann í B flokk.
Aukaverðlaun eru fyrir fyrsta keppandann í kvennaflokki.
Aukaverðlaun eru fyrir hraðasta hring dagsins í A og B flokki.
Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa menn á milli flokki.
ATH. Þetta er ekki heimsmeistarakeppnin eða Íslandsmótið.
Þetta er létt og skemmtileg upphitun eftir veturinn, brosa og hafa gaman af.

Allar nánari upplýsingar:
Karl Gunnlaugsson
S: 586-2800 & 893-2098
kg@ktm.is

Skildu eftir svar