Flestir voru í góðum gír í morgun er lagt var af stað frá gistingunni en ég tók þá ákvörðun að hoppa út hjá Kymi (erfið sérleið með grjótakafla) og nýta daginn í að taka myndir og video því að næstu dagar verða strembnir útaf fólksleysi. Strákarnir fóru niður á bryggju helæstir í góðum gír og allir störtuðu á réttum tíma í dag. Útlendingarnir eru eins og vélmenni þegar þeir koma í gegn annaðhvort er hjólið úti um allt í brautinni eða skoppandi á milli lappanna á þeim, þvílíkur akstur og mikið hægt að læra. Kári kom fyrstur að Kymi og fyrirfram var hann bæuinn að ákveða að keyra ekki á fullu gasi til að eiga mikla orku fyrir daginn. Þrátt fyrir það keyrði hann vel, Stuttu seinna kom Jonni og hann keyrði flott í gegn. Árni og Haukur komu svo saman og fóru slysalaust í gegn. Loks komu Daði og Stefán seinastir útaf vandræðum gærdagsins en fóru flott í gegn, Stebbi kvartaði ekkert útaf hendinni og Daði var góður. Seinna með deginum var ljóst að mikil þreyta var í flestu liðinu en Kári og Jonni kvörtuðu ekkert.
Ég húkkaði svo far með Áströlum sem hlógu að því hversu lítill service hópurinn væri en þeir voru mjög almennilegir og ég keyrði með þeim gegnum eitt test og tók myndir áður en ég fór aftur niður á höfn að græja og gera áður en strákarnir myndu skila sér inn. Margt kom uppá hjá okkur og þetta gerðist hjá strákunum.
Kári : Kom inn með gat í dekkinu og skipti um olíu á hjólinu í service checki, gleymdi gleraugum og hljóp til baka að ná í því ekki má snúa við á hjólinu.Skipti um afturdekk og framdekkið verður að bíða til morguns því hann þurfti að skoða annað. Datt nokkrum sinnum en keyrði frábærlega í síðasta testi(Númer 53) og komst upp í 66 sæti(72 í gær). Flottur dagur hjá Kára sem var sáttur eftir daginn.
Jonni : Hélt áfram að keyra ákveðið en öruggt og hækkaði sig um eitt sæti í E1. Óheppinn með teinavesen og það verður farið beint í að laga í fyrramálið
Árni : Ákvað að keyra jafnt yfir allan daginn og það virkaði vel hækkaði sig um 4 sæti frá gærdeginum
Daði : Flottur dagur hjá Daða hækkaði sig um 6 sæti með jöfnum og flottum akstri.
Haukur : Teinavesen líka hjá honum hefði þurft að hætta hvortsemer svo hann lét Jonna fá teinana sína. Skilaði ekki inn tíma kubb svo engar upplýsingar.
Stefán : Hækkar um eitt sæti, slappur í hendinni en kallinn er þrjóskur og góður. Stefnir á að taka frammúr norðmanni á morgun sem er rétt á undan.
Enginn datt og meiddi sig í dag svo dagurinn var góðir þrátt fyrir Hauksmissi..
Allir búnir að borða og gallarnir nánast klárir fyrir morgundaginn en strákarnir og mekkarnir eru í saunu núna, ég ætla að henda mér þangað og set svo myndir inn. Nýjar leiðir á morgun og allir að service-a svo það gæti orðið lítið um myndir.
Set inn mínar á eftir og þið getip taggað við, einfaldlega ekki tími til þess hér.
Takk fyrir að fylgjast með og skrifa ykkar skoðanir ætlum að klára þetta og koma með hetjusögur heim:D
Þorri NonnaMaggson JHM