Við hvetjum alla til að mæta í Bolaöldu í dag, laugardag, og sjá lokabaráttuna um hverjir verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum í motocrossinu.
Smá breyting verður gerð á dagksrá.
Skoðun hefst kl 08:30 B flokkar ganga fyrir í byrjun.
Fundur með keppendum 09:20
Dagskrá verður að öðruleyti óbeytt.
Rosalega er þetta lokað sport, ég er búinn að vera að leita á netinu síðan í gær að dagskrá fyrir keppnina í Bolöldu og kanski upplýsingum um staðsetningu en finn ekkert. Er það gert viljandi að hafa engar upplýsingar á netinum til að fólk sé ekki að koma og vera fyrir ykkur þegar þið keppið ?
Ég skal reyna að bæta úr þessu. Hér á síðunni undir /að hjóla/Brautir/ eru upplýsingar um allar helstu brautir á landinu þ.á.m. Bolaöldu. Hér er beinn linkur:
http://www.motocross.is/adh-hjola/brautir/bolaalda/
MSÍ birtir á heimasíðu sinni http://www.msisport.is mikið af upplýsingum um keppnishaldið og er dagskráin fyrir allar keppnir þar undir /reglur/ . Hér er beinn linkur:
http://www.msisport.is/content/files/public/reglur/motocross/MX%20Dagskra%202011.pdf
Eins og talað úr mínum munni, ég er búinn að gera dauðaleit að einhverjum upplýsingum varðandi þessa keppni þá er ég að meina dagskrá o.þ.h… Afhverju eru þessar keppnir ekki auglýstar fyrir almenning.