Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Eyþór Reynisson Íslandsmeistari í motocrossi 2011

Í dag fór fram í blíðskaparveðri í Bolaöldu lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi. Íslandsmeistar í sínum flokkum urðu eftirfarandi:

  • Eyþór Reynisson í MxOpen og Mx2
  • Karen Arnardóttir í MxKvenna
  • Hinrik Ingi Óskarsson í MxUnglinga
  • Einar Sigurðsson í 85 cc flokki
  • Ernir Freyr Sigurðsson í B-flokki
  • Ragnar Ingi Stefánsson B40+ flokkur

Í keppninni í dag urðu úrslitin þessi:

MxOpen:

Viktor Guðbergsson sigraði í sinni fyrstu keppni í MxOpen flokki eftir mikla baráttu við Eyþór Reynisson, sérstaklega í seinna motoinu þar sem þrjár síðustu beygjurnar voru ævintýralega spennandi. Viktor hafði leitt allt motoið en Eyþór pressaði hart, náði framúr  en Viktor gaf ekkert eftir og tók fyrsta sætið eftir síðustu beygjuna. Viktor sagði í viðtali við sjónvarpið eftir keppni að hann hafi ætlað að sýna að hann ætti landsliðssætið skilið með því að skila sigri í þessari keppni, ekkert annað kæmi til greina. Hann hafði æft vel í brautinni og gefið sig allan í verkefnið. Lokastaðan:

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Eyþór Reynisson
  3. Kjartan Gunnarsson
  4. Gunnlaugur Karlsson
  5. Kári Jónsson
  6. Hjálmar Jónsson
  7. Bjarki Sigurðsson
  8. Björgvin Jónsson
  9. James Robo
  10. Helgi Már Hrafnkelsson

MX2

  1. Eyþór Reynisson
  2. Kjartan Gunnarsson
  3. Björgvin Jónsson

85 flokkur

Einar Sigurðsson sigraði í mótinu og varð Íslandsmeistari með fullt hús stiga. Líklega er það fyrsta skiptið sem einhver nær titlinum með fullu húsi stiga í þessum flokki.

  1. Einar Sigurðsson
  2. Hlynur Örn Hrafnkelsson
  3. Jökull Þór Kristjánsson
Mynd: Karl Gunnlaugsson
Bryndís, Karen og Aníta

Kvennaflokkur

Bryndís Einarsdóttir keppti í fyrsta skipti í sumar í Kvennaflokknum en hún hefur hingað til keppt eingöngu í unglingaflokki og erlendis. Hún sigraði með yfirburðum.

  1. Bryndís Einarsdóttir
  2. Karen Arnardóttir
  3. Aníta Hauksdóttir

40+ B

Ragnar Ingi Stefánsson varð Íslandsmeistari í flokknum með fullt hús stiga.

  1. Ragnar Ingi Stefánsson
  2. Reynir Jónsson
  3. Sigurður Hjartar Magnússon

B-flokkur

  1. Ásgeir Elíasson
  2. Orri Pétursson
  3. Pétur Smárason

MX-Unglingaflokkur

Mynd: Karl Gunnlaugsson
Hinrik, Ingvi og Guðbjartur

Úrslitin réðust í síðasta motoi ársins en fyrir það hafði Guðbjartur eins stigs forystu til Íslandsmeistara. Hinrik kláraði hins vegar dæmið og vann bæði keppnina og Íslandsmeistaratitilinn.

  1. Hinrik Ingi Óskarsson
  2. Ingvi Björn Birgisson
  3. Guðbjartur Magnússon

Nánari úrslit er hægt að finna á MyLaps

Lokastaðan í öllum flokkum er einnig á MyLaps

 

Óskum við sigurvegurum dagsins og Íslandsmeisturum til hamingju með árangurinn. Einnig þökkum við öllum keppendum, aðstandendum og þeim sem hafa hjálpað til í sumar fyrir samstarfið og sjáumst á næsta ári.

Skildu eftir svar