Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.
Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:
- ECC-1 : Kári Jónsson
- ECC-2 : Eyþór Reynisson
- Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
- B flokkur: Guðbjartur Magnússon
- B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
- Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir
Nánari úrslit eru á MyLaps
Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)