Bryndís Einarsdóttir endaði sjötta í fimmtu umferðinni í sænska meistaramótinu í motocrossi í dag. Dagurinn byrjaði vel hjá Bryndísi en í fyrsta motoinu var hún í þriðja sæti lengi vel. Svo datt hún tvisvar og datt niður í níunda sætið, hún náði aðeins að vinna upp eitt sæti eftir það og endaði því í áttunda. Í seinna motoinu sýndi hún jafnari akstur og var sjötta nánast allt mótoið og endaði þar. Við þessi úrslit datt hún niður um eitt sæti í mótaröðinni og er nú sjötta, einu stigi á eftir næstu stúlku.
Síðasta umferðin er um næstu helgi í Uddevalla.
Smellið hér fyrir nokkrar myndir frá deginum