Almennur fundur með keppendum og aðstandendum verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember kl: 19:30 í salnum hjá Arctic Trucks.
Farið verður yfir keppnishald síðast liðins árs og komandi keppnistímabil rætt. Keppendur og aðstandendur geti komið með fyrirspurnir og hugmyndir og einnig verður farið í gegnum regluverk MSÍ. Allir keppendur og áhugamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. Vel mótaðar hugmyndir og ábendingar geta haft áhrif á uppfærlsur ofl. varðandi komandi keppnistímabil. Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ og Hrafnkell Sigtryggsson fromaður VÍK og stjórnarmaður MSÍ munu sitja fyrir svörum og stjórna fundinum.