Akstur á motocrosshjóli á skíðasvæðinu í Bláfjöllum

Vefnum hefur borist stutt grein og eru menn vinsamlega beðnir um að lesa og taka tillit til annara útivistarunnenda.

Góðan daginn.
Ég fékk þá frétt í dag að í gærkvöldi kl 20:20 mætti skíðagöngumaður sem var að ganga í skíðaspori á sléttunni við Suðurgilslyftu bláklæddum manni á motocrosshjóli sem ók eftir skíðasporinu og spændi það upp. Göngumaðurinn náði ekki að tala við ökumanninn en ræddi við annann ökumann motocrosshjóls á bílaplaninu við Suðurgilslyftuna um þetta, í allt voru á þessum tíma 5 ökumenn á motocrosshjólum á/við bílastæðið.

Við óskum eftir aðstoð ykkar við að koma því á framfæri við ökumenn motocrosshjóla að þeir virði reglur um bann við akstri utan vega á skíðasvæðinu í Bláfjöllum svo ekki séu skemmd okkar íþróttamannvirki, sem eru skíðabrekkur og skíðaspor, sem lögð eru með ærnum tilkostnaði.

Bestu kveðjur með óskum um góðan íþróttavetur

Þóroddur F. Þóroddsson, formaður Skíðagöngufélagsins Ulls

Ein hugrenning um “Akstur á motocrosshjóli á skíðasvæðinu í Bláfjöllum”

  1. Nákvæmlega, var þarna uppfrá í gærkv ásamt fullt af öðru fólki og varð vitni að þessu, ehv snillar stoppa á planinu þarna innst og byrja svo að fræsa um planið og nágrenni með tilheyrandi drunum…alls ekki að passa þarna á þessum tíma, þ.e á veturna..!

Skildu eftir svar