Þrátt fyrir orðróm um að 2 stroke mótorar í hjólum séu að líða undir lok, hefur Yamaha blásið á það og heldur áfram framleiðslu á tvígengis YZ hjólum. Steven Cotterel forstjóri Yamaha í USA segir að það sé ljóst að þessi léttu motocross hjól eigi ennþá fullt erindi í keppnir og enn eigi hjólin stóran aðdáendahóp sem vilji ekkert annað en 2 stroke. Það eru engin áform um að hætta framleiðslu tvígengis motocrosshjóla hjá Yamaha segir Cotterel.