Það var ljóst strax í morgun að Cyril Despres(KTM) ætlaði sér stóra hluti í dag og það gekk eftir því þrátt fyrir að Helder Rodrigues((Yamaha) hafi náð sigri dagsins en hann kom í mark 47sek á undan Despres.
Það var heilmikið drama í gangi í dag því Marc Coma(KTM) þurfti að hægja ferðina fyrripart vegna einhvera vélartruflana og svo gerði hann einnig afdrifarík mistök er hann fór útaf leiðinni í sandöldunum og uppgötvaði það ekki fyrr en eftir 2 km og þegar hann fann aftur réttu leiðina þá hafði hann þegar tapað um 13mín á Despres.
Þessir tveir keppendur eru með svo yfirgnæfandi forustu að það bendir allt til þess að Despres verði næsti sigurvegari Dakar rallsins og það þá í 4 skipti. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið, hann þarf að klára síðustu leið en hún er stutt, ekki nema 29km
Þegar Helder Rodrigues(Yamaha) kom í mark sagði hann þetta „sérleiðarsigur er alltaf sætur, þetta er minn fimmti sérleiðarsigur í Dakar og ég er rosa sáttur. Ég gæti hugsanlega verið búin að vera betri á köflum en það hafa komið upp smá vandamál en ég hef ekki átt séns í þessa tvo en í dag þá náði ég að vinna mér inn smá tíma, ég hélt góðum hraða í dag, það er gott. Ég kem sterkari á næsta ári, ég get þetta, ég verð bara að vera duglegur að vinna með liðinu mína þetta ár, hugsanlega á nýju hjóli en við verðum að prófa það vel og lengi áður.
Cyril Despres(KTM) sagði „ég er ekki einn af þeim sem hlakkar í þegar örðum gengur illa og sérstaklega ekki liðsfélaga, þá sérstaklega ekki Coma. Ég hóf daginn með hnífinn milli tannanna vitandi að hann myndi gera það sama. Ég tók enga áhættu en reyndi að ná tíma af öðrum keppendum í hverri beygju. Á eldsneytisáfyllingarstöð sá ég að mér hafði tekist að ná til baka 5 mín af Coma en svo villtist ég nokkrum sinnum, aldrei neitt stórt en varð að passa að einbeita mér vel. Leiðin í dag var líkamlega erfið.
Ég bíð alltaf fram á síðasta dag til að njóta árangursins, ég hef séð svo margt skrítið gerast og dagurinn í dag var ekkert öðruvísi. Ég ætla að halda mér cool og njóta þess svo“.
Það var einnig rætt við Marc Coma(KTM) við komuna í mark og hafði hann þetta að segja „ég byrjaði daginn mjög hratt því ég vissi að það yrði erfitt að halda forustunni en þegar ég var komin um 25km inná leiðina fann ég að það var eitthvað að og ég þorði ekki annað en að hægja á mér, mér fannst þetta vera í gírkassanum og ég hafði áhyggjur af því að ná ekki að klára svo ég er skiljanlega ánægður með að vera hér og það í 2 sæti, það er frábært. Ég er búin að berjast allt þetta rally, búin að gefa allt í þetta og þannig á þetta að vera. Að sjálfsögðu er ég vonsvikin að geta ekki barist til enda“.
Staðan í mótorhjólaflokki eftir 13 dag er sem hér segir:
1.Cyril Despres(KTM) 43klst1min54sek
2.Marc Coma(KTM) +11min3sek
3.Helder Rodrigues(Yamaha) +1klst11min27sek
4.Jordi Viladoms(KTM) +1klst41min12sek
5.Stefan Svitko(KTM) +1klst49min36sek
6.Pal Anders Ullevalseter(KTM) +2klst15min47sek.
Tomas Maffei(Yamaha) heldur áfram að stríða Patronelli bræðrum með því að ná einum og einum sérleiðasigri eins og hann gerði í dag. Kom hann rúmum 7mín á undan næsta manni en það var Sergio La Fuente(Yamaha) og svo komu þeir bræður í 3 og 4 sæti í dag en þetta breytir engu með heildarstöðuna samt sem áður þar sem Alejandro sem trónir þar fremstur í flokki.
Tomas hafði þetta að segja eftir daginn „núna er bara ein leið eftir áður en við komum til Lima sem var að sjálfsögðu aðalmarkmiðið. Árangurinn í dag var frábær, ég er mjög hamingjusamur með hann. Leiðin var falleg, meðfram ströndinni á köflum og svo háar sandöldur. Að halda fókus á leiðarbókinni ásamt því að halda uppi góðum hraða meðal annara keppenda er frábrugðið því að vera hjólandi einn“. Þrátt fyrir að koma rúmum 8mín eftir fyrsta manni í mark í dag þá er hann samt með vel yfir klukkutíma forskot á Marcos og yfir 2 tíma á Maffei svo hann er í góðum málum og við komuna í mark í dag sagði hann „mér líður vel enda styttist í lokin, núna er ekki nema 29km leið og tvær ferjuleiðar og þá getur maður farið að fagna vonandi Dakar sigri. Það varð að klára sérleið dagsins til þess að sjá hylla í lokin. Það gekk allt vel og ég er í senn hrærður og hamingjusamur að vera komin svona langt.
Ef ég sigra á morgun þá verður þetta stór stund fyrir mig, fjölskyldu mína, Argentínu og heimabæinn minn Las Flores.. En við verðum að biðja þess að allt gangi vel á morgun líka, það er gott forskot svo þetta lítur vel út“.
Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 13 er því sem hér segir:
1.Alejandro Patronelli(Yamaha)
2.Marcos PAtronelli(Yamaha) +1klst19min48sek
3.Tomas Maffei(Yamaha) +2klst15min39sek
4.Ignacio Casale(Yamaha) +6klst6min24sek
5.Sergio La Fuente(Yamaha) +8klst19min35sek
6.Roberto Tonetti(Yamaha) +12klst39min41sek.
Þó það sé ekki nema stutt leið á morgun í átt að lokamarki þá þurfa menn að klára þessar 2 ferjuleiðir og 29km sérleið en væntanlega munu toppmennirnir ekki taka neina sénsa þegar svona stutt er eftir, kemur í ljós á morgun.
Með Dakarkveðju
Dóri Sveins
www.slodavinir.org