KTM hefur verið þekkt merki í hjólasportinu í tugi ára en hingað til hefur þeim ekki tekist að sigra í virtustu Supercross seríu í heiminum, AMA Supercrossinu í Bandaríkjunum. Það breyttist í nótt þegar Ryan Dungey skaust fyrstur úr holunni og leiddi alla 20 hringina í Pheonix í Arizona. Þetta var önnur umferðin í ár en í fyrstu umferðinni hafnaði Dungey í þriðja sæti sem var fyrsta skiptið sem KTM komst á pall í þessum flokki. Óhætt er að segja að koma Roger DeCoster liðsstjóra og svo Dungeys auðvitað líka hafi verið stórt skref fyrir KTM sem nú virðist vera að borga sig.
En aftur að keppninni, þó svo að Dungey hafi leitt allan tímann er langt frá því að einhver lognmolla hafi verið í Arizona. Meistarinn og forystusauðurinn, Ryan Villopoto, datt á fyrsta hring og þegar hann var kominn á lappir aftur var hann um það bil síðastur. Liðsfélagi hans hjá Kawasaki, Jake Weimer, náði öðru sætinu og hélt því til loka. Hans besti árangur í SX flokki.
Gamli hundurinn, KevinWindham, var þriðji næstum allan tíman eða allt þar til Villopoto tók framúr honum í restina. Þannig endaði þetta þá: Dungey, Weimar, Villopoto, Windham og svo Chad Reed, Andrew Short,Trey Canard og James Stewart í áttunda.
Það stefnir allt í svakalegt tímabil í Ameríkunni!
Úrslitin í nótt:
1. R. Dungey
2. J. Weimer
3. R. Villopoto
4. K. Windham
5. C. Reed
6. A. Short
7. T. Canard
8. J. Stewart
9. B. Metcalfe
10. J. Hansen
11. I. Tedesco
12. K. Chisholm
13. D. Millsaps
14. J. Brayton
15. C. Blose
16. M. Alessi
17. K. Partridge
18. T. Hahn
19. N. Wey
20. J. Albertson
Supercross Staðan eftir 2 keppnir (það verða tvær rauðar númeraplötur í næstu keppni!!)
1. Ryan Dungey, Belle Plaine, Minn., KTM – 45
2. Ryan Villopoto, Poulsbo, Wash., Kawasaki – 45
3. Chad Reed, Dade City, Fla., Honda – 38
4. Jake Weimer, Rupert, Idaho, Kawasaki – 38
5. Kevin Windham, Centreville, Miss., Honda – 31
6. Andrew Short, Smithville, Texas, Honda – 29
7. James Stewart, Haines City, Fla., Yamaha – 28
8. Justin Brayton, Murrieta, Calif., Honda – 25
9. Josh Hansen, Elbert, Colo., Kawasaki – 22
10. Brett Metcalfe, Lake Elsinore, Calif., Suzuki – 22
Lites flokkurinn í nótt
1. D. Wilson
2. M. Musquin
3. T. Rattray
4. E. Tomac
5. C. Seely
6. Z. Osborne
7. J. Anderson
8. N. Izzi
9. M. Anstie
10. T. Baker
11. M. Leib
12. B. Laninovich
13. B. Rutherford
14. V. Friese
15. T. Maier
16. S. Champion
17. G. Swanepoel
18. J. Ramos
19. A. Chatfield
20. M. Davalos
Staðan í Lites flokki – vesturdeildin
1. Tyla Rattray, Wildomar, Calif., Kawasaki – 42
2. Cole Seely, Murrieta, Calif., Honda – 41
3. Dean Wilson, Menifee, Calif., Kawasaki – 40
4. Marvin Musquin, Murrieta, Calif., KTM – 40
5. Eli Tomac, Cortez, Colo., Honda – 38
6. Jason Anderson, Edgewood, N.M., Suzuki – 28
7. Zach Osborne, Chesterfield, S.C., Yamaha – 27
8. Travis Baker, Temecula, Calif., Honda – 22
9. Nico Izzi, Menifee, Calif., Yamaha – 22
10. Max Anstie, Hemet, Calif., Honda – 17
vá takk fyrir að segja fra fyrir þá sem eru ekki búnir að sja keppnina!
NKL. FLOTT frammtak!!
HVAÐA RUGL ER ÞETTA!
Takk fyrir að skemma fyrir mér keppnina.
Djöfulsins andskotans ansaskapur er í gangi hérna!!!
Hvernig dettur ykkur í hug að frétta- og upplýsingavefur þegi yfir fréttum? Ef þið viljið ekki sjá eða heyra fréttir setjið poka yfir hausinn á ykkur og tappa í eyrun.
Snild að fá úrslitin hér, flott framtak, stendur skýrt efst hvað er á bak við fréttina.
Tralli
Rólegur samt með að fréttin komi inn 5 mín eftir keppni. Andaðu aðeins rólega og tappaðu aðeins úr þér….
Er það ég sem þarf að vera rólegur? Hverjir voru það sem týndu sér?
Úrslit frá Pheonix
Fyrsti sigur KTM í Supercrossi
KTM hefur verið þekkt merki í hjólasportinu í tugi ára en hingað til hefur þeim ekki tekist að sigra í virtustu Supercross seríu í heiminum, AMA Supercrossinu í Bandaríkjunum. Það breyttist í nótt þegar Ryan Dungey
Svona var forsíðan þegar maður opnaði síðuna þannig það stóð skýrt á forsíðunni en ekki á bakvið fréttina!!
ykkur datt ekkert í hug að sleppa því að ýta á fréttina sem stóð á úrslit frá pheonix. snillingar
Jæja, þá er ég búinn að setja upp upphaflegu fréttina aftur. Til útskýringar þá setti ég sem sagt inn „úrslit frá Pheonix“ útgáfu af fréttinni stuttu eftir að menn voru með munnbrúk hérna fyrir ofan.
Eftir næstu keppni. Ekki setja þá í fyrirsögn jafn heimskulega fyrirsögn og núna. Takk gamli
Verð að gera athugasemd við orð þín Gatli. Fyrirsögnin á að segja það mikilvægasta úr fréttinni, þess vegna er fyrirsögnin í engu heimsk. En þú vilt í raun að standi:
Úrslit frá …. Lesist ekki af þeim sem lifa í ekki rauntíma.
Já og ég verð að gera athugasemd við orð þín Tralli.
Það hefur alltaf verið óskrifuð regla að skrifa ekki um úrslit keppna fyrr en allavega kvöldið eftir og það eru mörg fordæmi fyrir því.
Þar sem ég komst ekki á keppnina né gat vakað eftir henni ( ekki það að ég hafi spáð í það einu sinni því mig langaði kannski til að vakna með dóttur minni morguninn eftir ).
Haf þú bara þínar skoðanir á þessu og ég skal hafa mínar.
Svo hef ég ekkert sagt um það hvað ég vill að standi þannig að þú þarft ekkert að fara gera ráð fyrir einhverju sem þú veist bara ekkert um!!!
Að sjálfsögðu á að forðast það að birta úrslit daginn eftir keppni með þessum hætti óþarfi að þrasa eitthvað um það, menn taka það væntanlega til skoðunar næst. Annars er ágætis regla að láta þessar síður eiga sig þar til maður hefur horft á keppnina það er basic
Eru menn ekki alveg í lagi?
Ef menn eru á annað borða að fylgjast með vefsíðum eins og okkar þá sjá menn þetta allstaðar. Þetta er komið jafnóðum á facebook og allar helstu mx síður í ameríku. Þar er ekki verið að fela neitt. Supercrossið er svo til það eina sem er skrifandi um þessa dagana enda lítið sem ekkert að gerast hér heima. Það er ekki eins og þeir sem nenna að skrifa hér á netið hafi mikið til að moða úr.
Bara mín 5 cent.
Hjartanlega sammála Óla Gísla. Kannski best að menn slökkvi á internetinu og símanum til að forðast að sjá úrslitin.
Rólegur á gjöfinni Óli. Held að menn séu alveg í lagi þótt þeir lýsa skoðun sinni á þessu sem og öðru sem þeir telja að betur mætti fara en sammála að menn þurfa ekki að missa sig. Það er mjög algengt að íþróttafréttamenn vari við næstu frétt til að koma í veg fyrir að upplýsa um úrslit. Motosport gerir þetta t.d. með þessum hætti koma með inngang að úrslitum og bjóða þeim sem vilja lesa fréttina að halda áfram en hlífa þeim sem kjósa að gera það ekki. En annars takk fyrir góðan vef
Nei Óli ég held að þú og Tralli séu þeir einu hérna sem eru ekki í lagi!!!.
Annars var þessi síða upphafssíða á netinu mínu þannig ég komst nú ekki frá því að sjá þetta beint!
En hún er það ekki í dag og verður það ekki aftur miðað við þetta helvítis rugl hérna!!!!