Glæsilegir fulltrúar MotoMos fá viðurkenningu frá Mosfellsbæ

Í gær veitti Mosfellsbær íþróttafólki sem talið er að hafa skarað fram úr í sinni grein viðurkenningar fyrir þátttöku sína fyrir árið 2011.  MotoMos átti sína fulltrúa á svæðinu og voru það hvorki meira né minna en fimm fulltrúa á meðal annara glæsilegra ungmenna á svæðinu.    Eftirfarandi aðilar voru fulltrúar MotoMos í ár.

  • Brynja H. Hjaltadóttir í 85cc kvenna
  • Daði Erlingsson í E1 enduro og MX1
  • Eyþór Reynisson MX2 og MX Open
  • Jökull Þ. Kristjánsson 85cc
  • Viktor Guðbergsson MX Open

Jafnframt fengu Daði Erlingsson verðlaun fyrir þátttöku sína í landsliði Íslands sem keppti í ISDE í Finnlandi, Eyþór Reynisson og Viktor Guðbergsson fyrir þátttöku sína fyrir Íslands hönd á MXON í Frakklandi.  Frábært að bæjarfélagið skuli veita slík hvatningarverðlaun og nú er bara að halda áfram eða gera ennþá betur á næsta ári.

MotoMos tilnefndi Daða Erlingsson sem íþróttamann félagsins fyrir árið 2011 og óskum við honum til hamingju með árangurinn.  Daði hefur vaxið geysilega sem akstursíþróttamaður og hefur nánast verið ódrepandi frá því að hann hóf keppni.  Hefur hann tekið þátt í nánast öllu keppnum sem hann hefur getið verið með í af mikilli óbilgirni og þrautseigju sem hafa komið Daða á þann stall sem hann er á í dag.  Daði á bara eftir að vaxa sem ökumaður ef hann heldur áfram að æfa eins og hann gerir ásamt því að sýna þessu slíkan brennandi áhuga sem hann hefur sýnt frá því að hann hóf þátttöku.  Með tilnefningu MotoMos kom Daði til greina sem íþróttmaður Mosfellsbæjar, sem er mesti heiður sem bærinn veitir íþróttamanni.  Það eitt að vera í þessum hópi er stórkostlegur árangur og viðurkenning fyrir mikið harðfylgi.  Daði náði ekki kjöri sem íþróttamaður Mosfellsbæjar og þá er bara að taka þetta á næsta ári Daði.

Að lokum óskar MotoMos fulltrúum sínum til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með þeim í ár.  Vonandi haldið þið áfram á sömu braut og MotoMos væntir þess að sjá ykkur að ári við afhendingu viðurkenninga af hálfu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.


Skildu eftir svar